
One Net
Nútímasamskipti í skýinu
Sameinaðu samskiptin í gegnum farsíma, tölvu, snjalltæki, fyrirtækjanúmerið, og gögnin í Office 365, í einu einföldu viðmóti.
Með One Net getur þú sett upp rafrænt skiptiborð og stillt öll samskipti fyrirtækisins við viðskiptavini á þann hátt sem hentar þínum rekstri.
Við sjáum um rekstur kerfisins miðlægt hjá okkur og þú einbeitir þér að þinni starfsemi.

Fjölmargir kostir One Net
Alþjóðleg lausn
Fastlína og farsími tengjast á þann hátt sem þú óskar eftir. Með One Net ert þú komin með fullkomna símstöðvavirkni beint í farsímann þinn.
Eitt símanúmer
Ekki er þörf á bæði fastlínu og farsímanúmeri. Þú getur haft eitt númer sem birtist þínum viðskiptavinum sem gerir þér kleift að hringja eða svara úr hvaða síma sem er, hvar sem þú ert. Um að ræða fullkomna samþættingu milli fastlínu og farsíma.
Þú ert við stjórnvölinn
Með One Net stjórnar þú öllum breytingum á notendum, hringitónum, tímastillingum og fleiru í vefviðmóti. Starfsmenn geta stýrt sínum símtölum og virkni hvar og hvenær sem er með farsíma appi.
Ávallt tilbúin
Þú sérð stöðu starfsmanna óháð því hvort þeir séu í samtali í borðsíma, farsíma eða tölvusíma. Með auðveldum hætti getur þú víxlað símtali á milli starfsmanna óháð tækjum og þannig séð til þess að alltaf sé einhver tilbúinn að svara.
Einn þjónustuaðili
Fastlínunúmerið, farsímanúmerið og öll símstöðvavirkni þjónustuð af sama aðilanum sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn.
Öruggt samband
Símkerfi Sýnar byggja á tvöföldu, og í sumum tilfellum fjórföldu, kerfi auk þess sem Vodafone vinnur eftir öryggisstöðlum ISO27001 sem tryggir hámarks uppitíma. Kerfin eru vöktuð allan sólarhringinn, allt árið um kring.
Þú stjórnar flæði símtalanna
Vertu viss um að þínir viðskiptavinir nái sambandi óháð því hvort þeir hringi í fastlínunúmer, farsímanúmer eða innhringihóp. Símar geta hringt allir í einu eða samkvæmt reglu. Hringimynstur getur verið tímastillt og með sjálfvirkum lokunarskilaboðum.
Stöðug þróun og nýsköpun
Með stöðugri vöruþróun og nýsköpun er séð til þess að vörur og þjónusta Vodafone mæti þínum þörfum hverju sinni.
ONE Net samvirkni
Ýmsir möguleikar til samvirkni við One Net eru í boði, sem dæmi Office 365 og fleira.
Eitt talhólf
Vertu með eitt talhólf fyrir öll þín númer. Skilaboðin eru send í tölvupósti og þeir starfsmenn sem þú velur fá þau send.
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



