Fréttir
SÝN+ sigursælasta sjónvarpsveitan*
Íslensku sjónvarpsverðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í Gamla bíó í gær, þar sem heiðrað var það íslenskt sjónvarpsefni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024.
31. október 2025

Sýn hlaut 13 verðlaun á hátíðinni og var þar með verðlaunaðasta einkarekna sjónvarpsveita landsins. Þessi viðurkenning staðfestir sterka stöðu Sýnar í íslensku sjónvarpsumhverfi og endurspeglar þann metnað, sköpunarkraft og samheldni fólksins á bak við framleiðslu sjónvarpsefnis Sýnar.
Þeir sem vilja rifja upp eða hafa misst af þeim þáttum sem hlutu verðlaun geta horft á þá í vefsjónvarpi Sýnar.
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Sýn:
„Við erum mjög þakklát fyrir þennan góða árangur og sérstaklega þann mikla áhuga sem áhorfendur hafa á sjónvarpsefni Sýnar og hlökkum til að halda áfram að skapa fjölbreytt og kraftmikið sjónvarpsefni fyrir almenning.“
Þættir Sýnar sem unnu til verðlauna:
Sjónvarpsefni ársins 2024 (Val fólksins): Bannað að hlæja Sjónvarpsmanneskja ársins 2024: Ása Ninna Pétursdóttir fyrir Sveitarómantík Menningar- og mannlífsefni ársins 2024: Sveitarómantík Leikari ársins 2024: Pálmi Gestsson fyrir Svörtu sanda II Leikkona ársins 2024: Ólafía Hrönn Jónsdóttir fyrir Svörtu sanda II Kvikmyndataka ársins 2024: Jóhann Máni Jóhannsson fyrir Svörtu sanda II Brellur ársins 2024: Sigurgeir Arinbjarnarson fyrir Svörtu sanda II Heimildaefni ársins 2024: Grindavík Íþróttaefni ársins 2024: Grindavík Frétta- og viðtalsefni ársins 2024: RAX Augnablik Gervi ársins 2024: Ragna Fossberg fyrir Draumahöllina Útsendingarstjóri ársins 2023: Björgvin Harðarson fyrir Idol Sjónvarpsviðburður ársins 2023: Úrslitakeppnin í körfubolta
*Sýn fékk flest verðlaun einkarekinna sjónvarpsveitna á Íslensku sjónvarpsverðlaununum í október 2025
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528


