Sýn
Reiki
Stórbætt kjör fyrir viðskiptavini Sýnar á ferðalagi erlendis
Frá og með 1. ágúst taka mikilvægar breytingar gildi sem gera farsímanotkun erlendis einfaldari, hagstæðari og bara miklu þægilegri fyrir alla okkar viðskiptavini.
8. ágúst 2025

Fólk á leið til Bretlands, spennið sætisólar og haldið ykkur fast Við erum með frábærar fréttir fyrir alla sem elska að ferðast, sérstaklega til Bretlands. Nú er Bretland aftur orðið partur af Reiki í Evrópu sem þýðir að þú getur notað símann þinn í Bretlandi eins og þú værir á Íslandi.
Þú getur hringt, sent SMS án aukakostnaðar og vafrað á 5G eins og heima hjá þér – án þess að þurfa að kaupa Ferðapakkann. You're welcome.
Einfalt og hagkvæmt – alveg eins og það á að vera Talandi um Ferðapakkann – hann hefur líka fengið frábæra uppfærslu og er nú bæði skilvirkari og mun hagstæðari. Eftirfarandi breytingar eru nú í gildi:
Í Bandaríkjunum og Sviss: - Helst daggjald upp á 990 kr á dag - Innifalið gagnamagn hækkar úr 500 MB í 5 GB (já, þú last rétt!)
Í fjölmörgum löndum utan Evrópu í Ferðapakkanum: - Hækkar daggjald úr 990 kr í 1.490 kr á dag - Innifalið gagnamagn tvöfaldast: úr 500 MB í 1 GB
Þetta þýðir að nú eru tvö mismunandi daggjöld í Ferðapakkanum: 990 kr fyrir Bandaríkin og Sviss og 1.490 kr fyrir önnur lönd í Ferðapakkanum. Athugið: Bretland verður ekki lengur hluti af Ferðapakkanum, þar sem landið færist yfir í Reiki í Evrópu.
Við leggjum metnað í að gera farsímanotkun erlendis betri. Hvort sem þú ert á leið til London eða Los Angeles geturðu treyst á betri þjónustu, meira gagnamagn og skýrari skilmála.
Góða ferð!
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



