Sjónvarp
Sýn
Nýtt Samsung TV app frá Sýn, vinsælasta sjónvarpsefnið á Íslandi beint í þitt sjónvarp
Það er þægilegra að vera með Sýn
13. ágúst 2025

Við hjá Sýn erum spennt fyrir því að SÝN Sjónvarps appið er nú aðgengilegt í Samsung sjónvörpum. Með appinu geta viðskiptavinir nálgast allt vinsælasta sjónvarpsefnið á Íslandi, beint í sjónvarpinu án aukatækja.
Appið er aðgengilegt í Samsung sjónvörpum frá árgerðum 2020–2025. Þetta er fyrsta skrefið í áttina að því að gera sjónvarpsupplifun betri fyrir okkar viðskiptavini og mun gera okkur kleift að koma með nýjungar í framtíðinni.
Nýja SÝN Sjónvarps appið í Samsung sjónvörpum kemur í glænýju viðmóti sem er fyrsta skrefið í innleiðingu okkar á nútímalegri og notendavænni sjónvarpsupplifun, sem þýðir að Samsung sjónvarpsappið mun líta aðeins öðruvísi út en það sem viðskiptavinur þekkir nú þegar og verður ekki með nákvæmlega sömu virkni.
Við viljum hvetja alla notendur til að senda okkur ábendingar svo við getum gert þjónustuna enn betri.
Allar ábendingar mega fara á netfangið syn@syn.is.
Spurt og svarað
Mun áhorfssagan mín færast á milli nýja appsins og gamla sjónvarpsins eða myndlykils? Áhorfssagan þín mun ekki ferðast á milli gamla sjónvarpsappsins eða myndlykilsins yfir í þetta nýja. Svo ef þú horfir á þátt í myndlykli og heldur svo áfram í Samsung sjónvarpinu, þá byrjar sagan ekki þar sem þú varst heldur frá byrjun.
Ég er með Samsung sjónvarp frá 2017, get ég náð í appið? SÝN sjónvarps appið verður aðeins aðgengilegt í Samsung sjónvörpum sem eru árgerð 2020 eða yngri.
Verða önnur öpp uppfærð með nýja viðmótinu? Já, stefnt er að því að uppfæra öll sjónvarpsviðmót Sýnar í haust með uppfærðu viðmóti.
Hvar finn ég appið? Þú getur farið í Samsung sjónvarpið þitt (2020 módel og yngri) og í Apps, þar er appið undir What´s new. Þú getur einnig farið í leitina og skrifað Sýn.
Hvernig skrái ég mig inn í appið? Þú notar sama netfang og lykilorð og þú hefur notað í öðrum öppum frá Sýn. Ef þú ert ekki nú þegar með aðgang þá getur þú nýskráð þig inn á sjonvarp.syn.is og búið til aðgang. Þú notar svo þann aðgang til þess að skrá þig inn í appið.
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



