iPhone
Vefverslun
17 ástæður til að kaupa iPhone 17
Á þriðjudaginn hélt Apple sinn árlega haustviðburð þar sem nýjustu tæki og tól voru kynnt fyrir spenntum og örvæntingarfullum Apple unnendum... þar á meðal okkur.
11. september 2025

17 ástæður til að kaupa iPhone 17
En tölum aðeins um símana! Fjórir glænýir símar voru kynntir til leiks: iPhone 17, iPhone Air, iPhone 17 Pro og iPhone 17 Pro Max og í tilefni þess höfum við tekið saman 17 ástæður fyrir því af hverju þú ættir að fá þér iPhone 17... Hvað eru mörg 17 í því?
1. iPhone Air er svo léttur að þú heldur að þú hafir gleymt honum þó hann sé í vasanum.
2. Þú getur sagt töff hluti eins og „síminn minn er með liquid glass viðmót." Enginn veit raunverulega um hvað þú ert að tala, en þetta hljómar bara svo kúl.
3. Það er nett að eiga nýjasta iPhone símann... Þú ert u.þ.b. 17% nettari með iPhone 17.
4. A19 örgjörvinn í iPhone 17 er rosalegur! Hann gerir þér til dæmis kleift að vera með 57 öpp opin á sama tíma snurðulaust... Þessi hraði fær gamla símann þinn til að kikna í hnánum.
5. Gufukæling, eða 'vapor cooling', sér til þess að iPhone 17 Pro missi aldrei kúlið. Með öðrum orðum... hann er ekki að fara að ofhitna.
6. Allt að 8x optical zoom í Pro týpunum… þarf að segja meira?
7. iPhone 17 er multitask-meistari! Pro útgáfan færir þér 12 GB RAM sem getur multi-að-ALLT.
8. Þú nær að loka öllum "vandræðalegu" öppunum á Speedy Gonzales hraða ...Við dæmum samt ekki... Mörg okkar eru enn að spila Candy Crush.
9. Rafhlaðan hefur aldrei verið betri. Við erum að tala um allt að 39 klukkutíma vídeóspilun í Pro og Pro Max útgáfunum.
10. Aðal linsan með 48MP er svo skörp að þú sérð augnhárin á kettinum þínum... jafnvel þótt þú eigir ekki kött.
11. Þú þarft ekkert að pæla í myndavélarstillingunum.. iPhone 17 gerir þetta allt fyrir þig... brostu bara!
12. iPhone 17 Pro er smíðaður úr forskautuðu áli… Vá hljómar eins og eitthvað sem NASA myndi nota í geimskutlurnar sínar.
13. Skjárinn þolir sólina betur en þú… Minni glampi, betri ending, meira tan á meðan þú liggur á bekknum á Tene.
14. Center Stage virknin er eins og þinn persónulegi kamerumaður sem tryggir að þú sért alltaf í mynd! Hversu mikil snilld?
15. iPhone 17 í litunum Lavender og Sage. Því stundum þarftu síma sem er annað hvort slay eða zen.
16. Þráðlausa hleðslan í iPhone 17 Pro týpunum er eins og hraðhleðsla og svo eru snúrur líka svo 2024.
17. iPhone Air er svo þunnur að það mætti halda að hann hafi verið á Þjóðhátíð deginum áður.
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528


