SKILMÁLAR
Breytingar
1. júlí 2025
Verð- og vörubreytingar 1. ágúst 2025
Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum Sýnar frá og með 1. ágúst 2025. Við hvetjum okkar viðskiptavini til þess að kynna sér þær breytingar sem taka gildi.
Á næstu dögum munum við færa viðskiptavini úr gömlum pökkum í splunkunýtt vöruframboð - fylgist með!
Ef einhverjar spurningar vakna þá bendum við á að hægt er að hafa samband við okkur með þeim hætti sem hentar þér best. Hægt er að hafa samband með tölvupósti, í gegnum netspjallið, panta símtal eða heyra í okkur í síma: 1414. Við kappkostum við að svara öllum fyrirspurnum hratt og örugglega.
Hér má finna allar upplýsingar um fyrirhugaðar verðbreytingar.
Nýjungar í vöruframboði Sýnar
Bretland bætist inn í Reiki í Evrópu
Bretland bætist aftur við þau lönd sem í boði eru í Reiki í Evrópu. Viðskiptavinir Sýnar í Bretlandi geta því loksins notað símann sinn eins og heima þegar þeir ferðast til Bretlands frá og með 1. ágúst 2025. Finndu þína leið og sjáðu hvað þú ert með mikið gagnamagn innifalið í Bretlandi.
Góður, Betri eða Bestur?
Við hjá Sýn kynntum nýlega til leiks splunkunýja pakka með sögulegum díl á neti, sjónvarpi og sporti! Öll heimili landsins ættu að finna sér stað í nýju vöruframboði Sýnar sem er stútfullt af afþreyingu þannig engum ætti að leiðast. Kynntu þér nýju pakkana.
Nýtt og uppfært vöruframboð í sjónvarpsáskriftum
Frá og með 1. ágúst næstkomandi hefjum við sölu á nýjum sjónvarpsáskriftum sem innihalda m.a. Enska boltann sem er nú loksins kominn aftur heim! Við hvetjum sportþyrsta til að fylgjast vel með!
Kynntu þér nýju sjónvarpspakkana.
SÝN í opna dagskrá
Frá og með 1. ágúst nk. verður línulega sjónvarpsstöðin SÝN, áður Stöð 2, í opinni dagskrá fyrir alla landsmenn. Með þessu skrifum við nýjan kafla í íslenskri sjónvarpssögu og tökum næsta skref í vegferðinni sem hófst með samruna Vodafone og Stöðvar 2 undir merkjum Sýnar.
Á sama tíma gerum við áherslubreytingar sem fela í sér að allt efni birtist fyrst á streymisveitunni SÝN+, einni stærstu streymisveitu landsins með hundruð innlendra og erlendra titla. Áskrifendur með SÝN+ munu njóta aukins sveigjanleika og aðgangs að sjónvarpsefni áður en það birtist í línulegri dagskrá. Áskrifendur geta hámhorft hvar og hvenær sem er, án auglýsinga inni í þáttum. Þá verður valið sjónvarpsefni eingöngu aðgengilegt í gegnum SÝN+.
Á næstu dögum munum við færa viðskiptavini Sýnar úr gömlum pökkum í splunkunýtt vöruframboð - fylgist með!
Nýr Fjölvarpspakki
Í júlí hefjum við sölu á nýjum fjölvarpspakka en hann mun heita Fjölvarp Skandinavía og kosta 1.500 kr á mánuði. Með áskriftinni færðu aðgang að stöðvunum DR 1, DR 2, NRK 1, NRK 2, SVT 1, SVT 2 og Kringvarp. Þessi áskrift er fullkomin fyrir þá aðila sem hafa gaman að skandinavísku efni!
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



