Hoppaðu með okkur inn í framtíðina

Við kveðjum 2G og 3G á árinu - Titill&Texti

Sýn, ásamt öðrum fjarskiptafyrirtækjum, vinnur nú að útfösun 3G þjónustu á Íslandi og höfum við nú þegar lokið allri 2G þjónustu um land allt. 2G og 3G kerfin hafa gengt veigamiklu hlutverki til margra ára en nú er tími til að taka stökkið inn í framtíðina og bjóða notendum bestu mögulegu þjónustu og gæði sem völ er á, 4G og 5G háhraðanet!

Er eitthvað sem ég þarf að gera?

Ef þú ert með símtæki, krakkaúr, öryggistæki, veghlið eða aðra þjónustu sem styður eingöngu 3G mælum við með að skipta þeim út til að koma í veg fyrir sambandsleysi. Engar áhyggjur, 4G VoLTE og 5G mun tryggja að allt virki.

Til að kanna hvort þitt símtæki styðji eingöngu 3G mælum við með að fara yfir stillingarnar í símanum og athuga sérstaklega hvort það styðji líka 4G VoLTE eða 5G. Hér má finna leiðbeiningar um hvernig þú ferð yfir stillingarnar.

Ef þig vantar aðstoð, þá getur þú að sjálfsögðu heyrt í okkur og við aðstoðum þig.

5g vefur-5g vefur-img
5g vefur-5g vefur-img

Þjónustusvæði

Við tryggjum háhraða samband um allt land og úti á miðum.

Í dag höfum við sett upp 180 senda um landið og hlökkum til að halda 5G uppbygginingunni áfram.Með aukinni 5G útbreiðslu getum við boðið upp á sérsniðnar lausnir og tryggt enn meira öryggi, áreiðanleika og skilvirkni á ýmsum sviðum samfélagsins.

Voda útlönd-Voda útlönd-img

Ertu á leið til útlanda?

Fjarskiptafélög erlendis hafa einnig hafið vinnuna við lokun 2G og 3G og því gætir þú upplifað sambandsleysi í útlöndum ef tækin þín styðja ekki 4G eða 5G.

Voda útlönd-Voda útlönd-img

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate