um_syn-01-simaver-Um Sýn - mynd 1 - símaver-img

Um Sýn

Sýn er leiðandi afl á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar á Íslandi. Hjá Sýn sameinum við það besta úr heimi tækni og afþreyingar og breytum hversdagsleikanum í upplifun.  Það er betra að vera með Sýn – hvort sem þú ert að horfa, hlusta, vafra eða vinna.  

Í gegnum tíðina hefur félagið tekið á sig ýmsar myndir, þróast í takt við tímann, víkkað út þjónustuframboð sitt og starfað undir mörgum mismunandi vörumerkjum. Nú sameinumst við í fyrsta sinn að fullu undir merkjum Sýnar og komum fram sem ein heild með sameiginlega sýn sem mótuð er úr því besta úr fjölbreyttri arfleifð okkar. 

um_syn-01-simaver-Um Sýn - mynd 1 - símaver-img

Saga Sýnar er samofin sögu frumkvöðla sem þorðu að ögra ríkjandi kerfum, brjóta upp einokun og bjóða upp á ferska nálgun í þjónustu við viðskiptavini. Þeir lögðu grunninn að því sem við erum í dag og vísa okkur áfram veginn. 

Við tökum fagnandi á móti framtíðinni, hræðumst ekki breytingar og þorum að hrista upp í hlutunum. Við munum halda áfram að taka djarfar ákvarðanir og þróast í takt við þarfir og væntingar viðskiptavina okkar. Vilt þú hraðara net? Meira sport?  Áreiðanlegar upplýsingar? Eða einfaldlega meiri gleði? Okkar metnaður liggur i því að mæta þínum þörfum - Þín sýn er okkar Sýn. 

thin_syn_er_okkar_syn-Þín Sýn er eokkar sýn - grafík-img
thin_syn_er_okkar_syn-Þín Sýn er eokkar sýn - grafík-img
Stefna

Drifkraftar stefnu Sýnar

Þín Sýn er okkar sýn

Sýn kynnti nýja stefnu árið 2024 sem unnin var af starfsfólki félagsins. Í ferlinu fólst ákveðið tækifæri til að endurskilgreina félagið gagnvart helstu hagaðilum; viðskiptavinum, starfsfólki og hluthöfum sem saman mynda félagið.  

Út frá vinnunni varð til ný framtíðarsýn félagsins sem við teljum skapa spennandi grundvöll að nýrri Sýn sem samþætt fjölmiðla- og tæknifélag. Félag sem starfar undir einu vörumerki með þarfir og væntingar viðskiptavina að leiðarljósi. Framtíðarsýn félagsins er þannig - Þín sýn er okkar sýn.   

Framtíðarsýnin er boð til viðskiptavina okkar um að segja hver þeirra sýn á þjónustuframboð okkar er en um leið loforð um að við ætlum að leggja okkur fram við að hlusta, eiga við þá samtal og mæta þeirra væntingum. Framtíðarsýnin er bæði djörf og setur á okkur miklar kröfur um að styðja hana með alvöru aðgerðum. Hún er þó fyrst og fremst vegvísir okkar inn í framtíðina. Við ætlum ekki að reyna að vera allt fyrir alla en munum leggja áherslu á að fanga kjarna óska viðskiptavina okkar og gera þeirra sýn að veruleika. Þannig náum við árangri, bæði fyrir viðskiptavini en ekki síður fyrir starfsfólk og hluthafa félagsins.  

syn_gildi_grafik-Um Sýn - gildi -grafík-img

Stefnan

Í gegnum stefnumótunarferlið var höfuðáhersla lögð á stefin þrjú - samvinnu, skilvirkni og vöxt. Þessi þrjú stef hafa endurómað í gegnum alla stefnuvinnuna og munu fylgja okkur áfram við innleiðingu stefnunnar hvað varðar forgangsröðun verkefna, fjárfestinga og við ákvarðanatöku. Stefna félagsins endurspeglar þessar áherslur vel enda felur hún í sér víðtæka áætlun um að skapa samþætt fyrirtæki með sameiginlega menningu, undir einu vörumerki. Þannig ætlum við að straumlínulaga starfsemina og samskipti við viðskiptavini, vaxa á hagkvæman hátt og skila langtímavirði til allra hagaðila.  

syn_gildi_grafik-Um Sýn - gildi -grafík-img

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate