
Hoppum inn í
framtíðina
Við kveðjum 2G og 3G og hoppum inn í framtíðina. Við uppfærum kerfin okkar og mun 5G, LTE-M og NB IoT taka við sem tryggir að öll tæki verða í traustara og betra sambandi. Engar áhyggjur, flestir símar í dag styðja við þessa nýju uppfærslu. Uppfærslan gæti hins vegar haft áhrif ef þú ert að nota eldri takkasíma, krakkaúr, skynjara eða mæla.



Er eitthvað sem ég þarf að gera?
Flestallir nýir símar styðja við nýju netkerfin okkar og líkur eru á því að þú þurfir ekki að gera neitt. Ef þú ert hins vegar með tæki eins og krakkaúr eða öryggiskerfi heima hjá þér, þá hvetjum við þig að kanna hvort að tækið styðji ekki pottþétt við 4G eða 5G.
Ef þú þarft aðstoð, þá getur þú að sjálfsögðu heyrt í okkur og við aðstoðum þig.

Ég á
fyrirtæki
. Hvað þarf ég að gera?
Ef þú ert með fyrirtæki sem notar tæki sem treysta á netsamband, t.d. skynjara, mæla eða öryggismyndavélar, þá mælum við með að þú athugir hvort tækin styðji við nýju netkerfin.
Ef þú þarft aðstoð, þá getur þú að sjálfsögðu heyrt í okkur og við skoðum málin með þér.

Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



