
Alrekstur
Fjölbreytt, sveigjanleg og hagkvæm hýsing ásamt rekstri tölvukerfa
Við sjáum um að hýsa og reka tölvukerfi fyrirtækja svo þau geti einbeitt sér að sinni kjarnastarfsemi. Lausnin er sniðin að þörfum hvers viðskiptavinar og byggir á öflugri ráðgjöf og háu þjónustustigi. Með alrekstri færðu hagkvæma og skilvirka leið til að forðast miklar fjárfestingar í tæknibúnaði – á sama tíma og þú tryggir öruggt og sveigjanlegt tölvu- og netkerfi gegn föstu mánaðargjaldi. Sérfræðingar okkar hafa víðtæka reynslu og þekkingu á rekstri upplýsingatæknikerfa og finna réttu lausnina fyrir þig.



Netrekstur
Einföld leið til að breyta leiknum
Sérfræðingar Sýnar hafa mikla reynslu af rekstri og uppsetningu netkerfa af öllum stærðum og gerðum. Fagmenn aðstoða þig við val á búnaði, hönnun, pöntun og uppsetningu. Þessi mál geta oft verið flókin, en með sérfræðingum Sýnar eru hlutirnir sagðir á mannamáli og fundin lausn sem hentar hverjum og einum.

Kerfissþjónusta
Rekstur tölvukerfa er hluti af okkar DNA
Við sjáum um rekstur tölvukerfa og samskipti við þjónustuaðila – eins og alhliða tölvudeild fyrir viðskiptavini okkar. Hvort sem um er að ræða lítil eða stór fyrirtæki bjóðum við ráðgjöf í rekstri, öryggi og upplýsingatækni. Með aukinni hagkvæmni og skilvirkni hjálpum við þér að hámarka öryggi, sveigjanleika og meðhöndlun gagna, svo reksturinn gangi hnökralaust fyrir sig.



Notendaþjónusta
Frá vandamálum til lausna – lausnir leiða til Sýnar
Fjar- og vettvangsþjónusta Sýnar leggur áherslu á persónulega þjónustu með stuttum viðbragðstíma. Tæknifólk okkar býr yfir mikilli reynslu og vinnur eftir skýrum verklagsreglum og ferlum til að tryggja áreiðanlega þjónustu. Við bjóðum bæði upp á fjar- og vettvangsþjónustu þegar þörf er á. Hvort sem þú notar Apple eða PC búnað, geturðu treyst á Sýn til að leysa málin hratt og örugglega.

Afritun
Örugg afritun af þínum Microsoft gögnum
Tryggðu öryggi Microsoft-gagna með Cohesity – öflugri, einfaldri og hagkvæmri lausn fyrir afritun og endurheimt. Með miðlægri stýringu færðu yfirsýn yfir Microsoft 365, SharePoint, Teams og OneDrive, ásamt hraðri og öruggri endurheimt þegar mest á reynir. Cohesity ver gegn gagnatapi, styrkir varnir gegn lausnargjaldsárásum og styður samræmi við reglugerðir. Lausnin samþættist hnökralaust við Microsoft-umhverfi þitt og tryggir lægri kostnað, meiri sveigjanleika og hugarró í rekstri.



Örugg afritun fyrir tölvuumhverfi og netþjóna
Verndaðu tölvuumhverfi og netþjóna með Cohesity – lausn sem sameinar afritun, endurheimt og gagnavernd í einni heild. Cohesity tryggir hraða endurheimt við bilanir, ver gögn gegn lausnargjaldsárásum og einfaldar rekstur með miðlægri umsýslu. Lausnin styður bæði staðbundna netþjóna, sýndarvélar og skýjaumhverfi, sem dregur úr flækjustigi og lækkar kostnað. Með Cohesity færðu örugga, sveigjanlega og framtíðarmiðaða lausn sem gerir afritun að virkum hluta öryggisstefnu fyrirtækisins.

Hýsing
Við bjóðum upp á öflugt hýsingarumhverfi byggt á Nutanix sem sameinar stöðugleika, sveigjanleika og hámarksöryggi. Hvort sem þú þarft að hýsa netþjóna, gagnagrunna eða heila rekstrarlausn tryggjum við áreiðanleika, hraða og skalanleika sem styður þinn vöxt. Með þjónustu Sýnar færðu traustan samstarfsaðila í fjarskiptum og upplýsingatækni sem sér um reksturinn á meðan þú getur einbeitt þér að kjarnastarfseminni. Hýsingin er með innbyggðri gagnavörn og afritun sem verndar gegn bilunum og árásum – þannig færðu hugarró og sterkan grunn fyrir framtíðina.

Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528


