
Svona uppfærir þú iPhone símtækið þitt
Með því að vera með símann alltaf á nýjustu hugbúnaðaruppfærslunni getur þú komið í veg fyrir óþarfa óþægindi sem og tryggja tækinu þínu mesta öryggið hverju sinni. Apple sendir reglulega frá sér nýjar uppfærslur þar sem villur (e.bugs), sem geta haft áhrif á upplifun notenda ef símtækið er ekki uppfært, eru leystar.

Við mælum með því að athuga reglulega hvort uppfærslur séu til staðar og hvetjum þig til að vera með nýjustu útgáfu hverju sinni. Ef uppfærsla er til staðar mælum við með því að smella símanum í hleðslu, tryggja að tækið sé tengt á WiFi og velja Download and Install. Ferlið getur tekið tíma svo endilega slakaðu á yfir Stöð 2+ á meðan.

Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



