Fréttir
Vodafone velur Landsbjörg til baka!
Vodafone hefur stofnað hlaupalið sem samanstendur af 20 starfsmönnum hjá Sýn & Vodafone sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni og hlaupa fyrir Landsbjörg.
14. ágúst 2023

Landsbjörg hefur valið Vodafone undanfarin ár og því viljum við sýna það í verki að við veljum þau til baka.
Starfsfólk Vodafone hefur sést hlaupa bæinn rauðan á síðustu dögum og æft sig fyrir hlaupið.
„Það er mikill heiður fyrir Vodafone að viðbragðsaðilar líkt og Landsbjörg sjái tækifæri og öryggi í að vera með sín fjarskipti hjá fyrirtækinu. Mikið og óeigingjarnt starf Landsbjargar er til fyrirmyndar. Við erum stolt af því að viðbragðsaðilar velji Vodafone og vildum sýna það í verki að við veljum þau til baka“, segir Lilja Kristín Birgisdóttir - forstöðumaður markaðsmála og samskipta hjá Vodafone.


Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi. Starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring.
Hér er hægt að styrkja starfið.

Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



