Fréttir

Vodafone tengist stærstu netumferðarstöð Evrópu

28. september 2023

Siggeir Örn Steinþórsson-Siggeir Örn Steinþórsson-img

Vodafone hefur tengst DE-CIX en hún er stærsta skiptistöð netumferðar í Evrópu. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nýja tengingin við DE-CIX í Frankfurt muni efla netgæði og flutningshraða til muna. Siggeir Örn Steinþórsson, forstöðumaður vörustýringar og viðskiptavinaupplifunar hjá Vodafone, segir öflugar nettengingar til og frá landinu vera lykilþátt í starfsemi vaxandi iðnaðar á Íslandi.

Leikjaspilarar ættu til að mynda að finna mikinn mun á svartíma til og frá landinu með þessari nýju tengingu. Vodafone er nú tengt við fimm skiptistöðvar fyrir netumferð í Evrópu, þar af eru þrjár tengdar í gegnum Danice-sæstrenginn DE-CIX í Frankfurt, AMS-IX í Amsterdam og NetNod í Svíþjóð. Tenging við LINX í London er í gegnum Farice sæstrenginn og INEX á Írlandi í gegnum IRIS sæstrenginn.

 

„Með þessu erum við að efla þjónustuna við leikjaspilara ásamt því að bjóða enn fjölbreyttara leiðarval á Internetinu fyrir þá sem vilja hámarka nethraða, svartíma og gæði,“ segir Siggeir Örn Steinþórsson forstöðumaður vörustýringar og viðskiptavinaupplifunar hjá Vodafone.

Deila

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate