Fréttir

Voda góð netheilræði

12. október 2023

Voda góð netheilræði-Voda góð netheilræði-img

Netið er magnað. Við getum verið í samskiptum við fólkið okkar þrátt fyrir að milljónir kílómetra séu á milli. Hægt er að leita að hinum og þessum upplýsingum til þess að svala forvitninni eða jafnvel búa til sinn eigin rekstur og fyrirtæki - allt í gegnum netið. En í völundarhúsi Internetsins leynast hættur. Netsvik hafa aukist gríðarlega á síðustu árum og nota svikararnir ýmsar aðferðir til þess að komast yfir viðkvæmar upplýsingar.

Október er alþjóðlegur mánuður netöryggis. Okkur hjá Vodafone er annt um öryggi þitt þegar þú vafrar um á netinu. Af því tilefni höfum við sett saman voda góð netheilræði fyrir einstaklinga og fyrirtæki:

  1. Lestu vel yfir skilaboð sem þú færð send Skrýtið orðalag getur verið vísbending um svik sé að ræða. Er mikið um stafsetningarvillur eða jafnvel orðarugl?

  2. Hvaðan koma skilaboðin? Hefur netfanginu verið lítillega breytt? Skoðaðu hvaðan þau koma.

  3. Farðu yfir alla hlekki Ef þú færð hlekk í tölvupósti, er gott ráð að setja músina yfir hlekkinn og sjá hvert hann vísar. Ef síðan stemmir ekki við póstinn, er hugsanlega um svik að ræða.

  4. Ekki gefa upp persónuupplýsingar Ef óskað er eftir persónulegum upplýsingum eins og kortanúmeri, ekki gefa það upp!

  5. Ekki opna grunsamleg viðhengi Ef það fylgir viðhengi með í póstinum, vertu viss um að það sé óhætt að opna það.

  6. Of gott til að vera satt Varstu að vinna milljón en þú verður að smella á hlekkinn? Þetta eru svik!

  7. Notum skynsemina Förum varlega og notum almenna skynsemi til þess að forðast gildrur tölvuþrjóta.

Deila

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate