Fréttir

Verum í góðu sambandi yfir jólatímann

21. desember 2022

Blog jolakveðja 2022-Blog jolakveðja 2022-img
Hringdu frítt í ástvini erlendis og óskaðu þeim gleðilegra jóla

Nú þegar jólaandinn svífur yfir mannskapinn og flestir að komast í jólaskapið víðfræga, rennur hugur manns til þeirra sem manni þykir vænt um. Við hjá Vodafone erum á því að jólin séu tíminn sem við fögnum góðu sambandi við fólkið okkar!

Mörg eigum við fjölskyldumeðlimi sem staddir eru erlendis þessi jól. Til þess að gefa öllum tækifæri á að vera í góðu sambandi við fólkið sitt yfir jólatímann viljum við bjóða viðskiptavinum okkar að hringja frítt til ástvina sinna erlendis á aðfangadag og jóladag og óska þeim gleðilegrar hátíðar.

Að því sögðu óskum við þér og þínum gleðilegra jóla með von um að samskiptin yfir jólin verða kærleiksrík og göfug.

Löndin sem um ræðir: Andorra, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Stóra Bretland, Danmörk, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Holland, Hong Kong, Írland, Ítalía, Kanada, Kína, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Noregur, Portúgal, Pólland, Singapúr, Slóvenía, Slóvakía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland, Tævan, Úkraína og Þýskaland

Deila

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate