Fréttir

Sýn fær endurnýjun á vottun um upplýsingaöryggi

28. júní 2023

Vottud-Vottud-img

Við erum VODA stolt að segja frá því að Sýn hefur fengið staðfestingu á vottun um upplýsingaöryggi samkvæmt alþjóðlega staðlinum ISO/IEC27001:2013. KPMG í Finnlandi og á Íslandi voru vottunaraðilar.

Vottunin staðfestir að Sýn er með virkt stjórnkerfi sem að tryggir stjórnun á öryggi upplýsinga, stöðugleika í rekstri upplýsingakerfa, reglulega fræðslu og þjálfun starfsfólks og stöðugar umbætur.

„Mikil vinna liggur á bak við virkt stjórnkerfi upplýsingamála og það er aðeins vinna samhents hóps starfsfólks og sameiginlegra markmiða er snúa að upplýsingaöryggi sem skilar okkur þeim mikilvæga árangri að fá endurnýjun á vottuninni,“ segir Ingigerður Guðmundsdóttir gæða- og öryggisstjóri Sýnar.

„Það er mikilvægt fyrir fjarskiptafyrirtæki að hafa vottun um upplýsingaöryggi enda snúa helstu áskoranir í upplýsingatækni í dagað öryggi. Íslensk fyrirtæki og einstaklingar treysta Vodafone fyrir öruggum tengingum og að tryggja persónuvernd í viðskiptum. Við leggjum því mikla áherslu á upplýsingaöryggi í öllum okkar verkefnum og er vottunin ákveðin sönnun til okkar viðskiptavina um að við vinnum faglega og ötullega að þessum málum,“ segir Sesselía Birgisdóttir framkvæmdastjóri hjá Vodafone.

Deila

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate