Fréttir
Rafmögnuð stemning í Arena
Okkur langar að þakka kærlega fyrir frábæra mætingu og uppörvandi andrúmsloft á fræðsluviðburðinum „Ég er TÍK“ á Arena í gærkvöldi. Sérstakar þakkir fá fyrirlesarar kvöldsins sem stóðu sig með prýði og sköpuðu valdeflandi umræður og rafmagnaða stemningu!
28. febrúar 2024

Vodafone er stoltur samstarfsaðili viðburðarins og erum við himinlifandi yfir afrakstri hans. Stefna Vodafone er að gæta jafnréttis á öllum sviðum og er jafnréttisnefnd er starfrækt innan fyrirtækisins. Við leggjum okkar af mörkum við uppbyggingu og framþróun í tækni en tilgangur viðburðarins var að fræða, hvetja áfram aðrar konur og vekja athygli þess að standa saman innan tækni- og tölvuleikjasenunnar.


Viðburðurinn var unnin í samstarfi við Tölvuleikjasamfélag Íslenzkra Kvenna (TÍK) og Arena Gaming.


Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



