Fréttir
GusGus útgáfutónleikar
27. maí 2021

Stórtónleikar GusGus verða í beinni heima í stofu laugardaginn 29. maí, klukkan 21:00.
Þá mun hljómsveitin frumflytja nýju plötuna sína, Mobile Home í heild sinni ásamt þekktum og minna þekktum GusGus lögum. Margrét Rán og John Grant munu koma fram á tónleikunum sem fara fram í Sundlauginni, margfrægu hljóðveri Sigur Rósar og verða kvikmyndaðir og myndskreyttir af stofnmeðlimum GusGus, Arni & Kinski.
Miðakaup fara í gegnum myndlykil Vodafone eða í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2, ef horfa á í Stöð 2 appinu.
Nánari leiðbeiningar um má sjá hér fyrir neðan.
Ef einhverjar spurningar vakna á tónleikadegi getur þú haft samband við okkur á netspjallinu til kl. 20:00. Þér er einnig velkomið að heyra í okkur á hefðbundnum opnunartíma þjónustuvers milli kl. 9-17 virka daga og við aðstoðum þig við að kaupa miða á tónleikana.
Góða skemmtun!
Leiðbeiningar:
Hvernig kaupi ég tónleikana í gegnum myndlykil frá Vodafone?
Með því að ýta á rauða hnappinn með Vodafone merkinu á fjarstýringunni og fara þannig í valmynd á myndlykli. Þar ættu tónleikarnir að birtast undir Viðburðir ef flett er örlítið niður í valmynd.
Velja viðburðinn, samþykkja skilmála og staðfesta kaup.
Með því að staðfesta kaup virkjast tímabundin opnun á rás 900. Þú gætir þurft að endurræsa myndlykilinn þinn.
Viðburðinn verður aðgengilegur á rás 900 og mun sú rás opnast fljótlega eftir að kaup hafa verið kláruð.
Kaupin munu birtast á fjarskiptareikningi þínum um næstu mánaðamót.
Hvernig horfi ég á tónleikana í Stöð 2 appinu?
Það þarf að fara inn á vefsjónvarp Stöðvar 2 og skrá sig þar inn með sama aðgang og notaður er í appinu.
Tónleikarnir eru undir Viðburðir á forsíðunni í valmyndinni.
Tónleikarnir verða aðgengilegir á rásinni „Á sama tíma - á sama stað“ í Stöð 2 appinu. Hún opnast á tónleikadeginum.
Spurt og svarað
Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í myndlykli Vodafone? Já, hægt er að spóla til baka og pása á meðan útsendingu stendur.
Hvar get ég fengið tæknilega aðstoð sem varðar myndlykil Vodafone? Þú getur haft samband við þjónustuver Vodafone hér.
Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímavél í myndlykil Vodafone? Já, þeir verða aðgengilegir í 48 klst eftir að tónleikum lýkur 15. maí í gegnum tímavél Vodafone í myndlykli. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana, nema með því að kaupa þá aftur í gegnum leiguna í myndlyklinum.
Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímavél í Stöð 2 appinu? Nei, tónleikarnir verða ekki aðgengilegir í gegnum tímaflakk í Stöð 2 appinu.
Get ég notað Stöð 2 appið? Já, hægt verður að horfa á tónleikana í gegnum appið með því að kaupa miða á sjonvarp.stod2.is. Rás 900 mun opnast 15. maí. Sjá nánari leiðbeiningar ofar í þessari frétt.
Get ég keypt miða í gegn um myndlykilinn minn? Já, viðburðurinn ætti að birtast í viðmóti í myndlykli. Sjá nánari leiðbeiningar um kaup á viðburði með myndlykli ofar í þessari frétt.
Það er betra að vera með Sýn
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528



