Fréttir

4G/5G dreifikerfi Vodafone nær nú til rúmlega 99% landsmanna

Sigurbjörn Óskar Guðmundsson

25. apríl 2022

VF Blogg háhraði 5G-VF Blogg háhraði 5G-img

Á síðustu vikum höfum við hjá Vodafone farið í mikilvæga vinnu við að bæta 4G/5G dreifikerfið um land allt. Útbreiðsla og afkastageta 4G/5G dreifikerfisins hefur meðal annars verið aukin á Snæfellsnesi, Stykkishólmi, Grundarfirði og Ólafsvík, Sauðárkróki, Hvammstanga, Höfn í Hornafirði, Borgarfirði og víðar og munum við halda áfram uppbyggingu af krafti út árið. 4G/5G dreifikerfi Vodafone hefur stækkað mikið undanfarin ár en árið 2016 náði það til 95% landsmanna. Í dag, 6 árum seinna, erum við komin vel yfir 99%. Í 5G-væðingunni höfum við haft upplifun viðskiptavina að leiðarljósi og erum gríðarlega stolt af þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað síðustu ár. Við munum halda áfram að tryggja viðskiptavinum okkar um land allt gæðaþjónustu í fjarskiptum.

Deila

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate