starfsfólk 19-starfsfólk 19-img

Fjárhagsupplýsingar

Upplýsingar um rekstur, sjóðsstreymi og efnahag síðustu ára.

Samkvæmt rekstrarreikningi námu tekjur samstæðunnar af seldum vörum og þjónustu 21.647 m.kr. samanborið við 21.746 m.kr. á árinu 2023, sem er lækkun um 0,5%. Tap ársins var 1.518 m.kr. samanborið við hagnað upp á 2.109 m.kr. árið áður. Tap ársins 2024 leiðrétt fyir virðisrýrnun upp á (-1.161 m.kr) nam 357 m.kr. Þýðingarmunur af dótturfélaginu Endor ehf. er færður yfir eigið fé og var heildarafkoma ársins tap upp á 1.562 millj. kr. Heildareignir samstæðunnar námu 31.050 í árslok og lækkuðu um 11% á milli ára. Lækkunin á heildareignum skýrist vegna virðisrýrnunar á árinu ásamt 2.000 m.kr kröfu á Ljósleiðarann vegna sölu á stofneti í lok árs 2023. Veltufjárhlutfall var 1,78 í lok árs 2024 samanborið við 1,68 í lok árs 2023. Í lok ársins 2024 var eigið fé 8.652 m.kr. og eiginfjárhlutfall var 27,9%. Útistandandi hlutafé í lok tímabilsins nam 2.476 m.kr. samanborið við 2.510 m.kr. í árslok 2023. Í nóvember 2023 var önnur endurkaupaáætlun virkjuð sem lauk í febrúar 2024.

starfsfólk 19-starfsfólk 19-img
Heiti
2024
2023
2022
2021
2020
Sala
21.647
21.746
22.983
21.765
20.944
EBITDA*
3.467
5.245
6.644
8.984
5.739
EBIT**
-650
3.353
1.592
3.286
161
Hrein fjármagnsgjöld
-1.290
-1.091
-846
-573
-910
Hagnaður/tap fyrir skatta
-1.940
2.262
746
2.462
-651
Tekjuskattur
261
-283
142
-362
246
Hagnaður/tap ársins
-1.518
2.109
888
2.100
-405
*Árið 2023 hefur verið leiðrétt fyir aflagðri starfsemi Endor
** EBITDA 200A leiðrétt fyrir virðisrýrnun ásamt sölu-og rekstrarhagnað aflagðrar starfsemi nam 4.856 m.kr
*** EBIT 2024 l fyrir virðisrýrnum ásamt sölu- og rekstrarhagnað aflagðrar starfsemi nam 739 m.kr
*EBITDA 2023 leiðrétt fyrir söluhagnaði vegna sölu stofnnets nam 2.809 m.kr
**EBIT 2023 leiðrétt fyrir söluhagnaði vegna sölu stofnnets nam 917 m.kr
*EBITDA 2021 aðlöguð að áhrifum af innviðasölu nam 6.432 m.kr.
**EBIT 2021 aðlagað að áhrifum af innviðasölu nam 734 m.kr

Það er betra að vera með Sýn

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528

certificatecertificatecertificatecertificate